Rednek bikarmótið í rallycross

20.9.2015

Um helgina fór fram Rednek Bikarmótið í Rallycross á Akstursíþróttarsvæði AÍH við Krísuvíkurveg en 24 bílar kepptu í fjórum flokku og allir kepptu svo saman um Rednek Bikarinn sem er farand bikar til eins árs.

12039567_10207708497901085_6628693789976630418_n 12011344_1022684541075282_227866050655613717_n 12004127_1033047013414198_441705993195263157_n 11070183_10202525959550424_2722252906644555954_n

Því miður reyndust veðurguðir ekki hliðhollir keppendum eða starfsmönnum því úrkomma var mikil báða dagana en það kom ekki í veg fyrir að allir skemmtu sér vel að venju.

Við upphaf fyrri dags var vin okkar og félaga Gunna Rednek minnst þar sem allir keppendur stilltu sér upp á ráskafla og óku svo hring á eftir keppnisbíl Gunnars til minningar um hann en bíl hans var ekið af yngri bróður Gunnars.

Einungis varð ein velta alla helgina í keppninni sem verður að teljast mjög óvenjulegt en beyglur voru þónokkrar en mikil keppni var í öllum flokkum og sýndu ökumenn frábæran akstur við mjög svo erfið skilyrði.

Arnar Hörður sem er einungis 16 ára sýndi að hann átti sigur í Unglingaflokk fyllilega skilið því eftir fyrsta dag var hann kominn með aðra hönd á bikarinn. Steinar Nói lét forystu aldrei af hendi í opnum flokk og kláraði keppni með fullt hús stiga. Í 2000 flokk var harður slagur suðurnesjamanna en þar voru þrír keppendur af sunnan sem kepptu um fyrstu þrjú sætin og varð að lokum að Ragnar Bjarni Gröndal hafði yfirhöndina og sigraði. Í 4WD krónu flokk var það Páll Jónsson sem tók aðra keppendur í kennslustund í akstri en Páll sem byrjaði fyrst í sumar að keppa í Rallycrossi sýndi að hann var kominn til að sigra og ætlaði sér ekkert minna en það og uppskar sigur með snilldarakstri alla helgina.

Úrslit urðu þau að í Unglingaflokk varð Arnar Hörður Bjarnason í fyrsta sæti, Guðmundur Elíasson í öðru og Arnar Már Pálsson í því þriðja. Í Opnum flokk varð Steinar Nói Kjartansson í fyrsta, Valur Freyr Hansson í öðru og Viðar Finnsson í því þriðja. Í 2000 flokk var Ragnar Bjarni Gröndal í fyrsta Ágúst Aðalbjörnsson í öðru og Vikar Sigurjónsson í þriðja. Í 4WD Krónuflokk varð Páll Jónsson í fyrsta, Ólafur Ingi Bjarnason í öðru og Kristinn Sveinsson í því þriðja.

Í baráttunni um REDNEK bikarinn var það Steinar Nói Kjartansson sem stóð uppi sem sigurveigari með 180 stig en fast á eftir honum var Arnar Hörður Bjarnason með 171 stig.