R4 rallybílar!

15.3.2017

Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist frá FIA að samningar hafa tekist við ORECA sem birgir fyrir R4-kitt fyrir rallykeppnir.

R4-kittið er pakki af FIA samþykktum íhlutum sem hægt er að setja í nokkrar tegundir af bílum og breyta í fjórhjóladrifs 1.6 lítra turbo rally keppnistæki.

Hugmyndin varðar vonandi leið fyrir fleiri bíla og vörumerki til að keppa á og það með tiltölulega litlum tilkostnaði. Þessi nýji R4 bíll er fullkomlega samhæfður við öryggiskröfur FIA og kemur næst R5 bíl að getu.

Inni í kittinu er vélin og allt sem henni tilheyrir, skipting, öxlar, hemlar og eldsneytiskerfi ásamt hluta undirvagns og handbókum. Þannig fylgja með allir dýrir þættir sem yfirleitt krefjast þróunarvinnu vegna öryggis, afkasta og áreiðanleika og fylgja þeir ákveðnum viðurkenndum stöðlum.

"Ætlun okkar var að búa til valkost með litlum tilkostnaði innan rallyheimsins og að bjóða keppendum bíl með háu öryggisstigi. Mikilvægt er að rekstrarkostnaður er lágur og fyrir samkeppnisaðila er enginn þróunarkostnaður. Á sama tíma vita keppendur að allir R4 bílar eru eins, enda eru jöfn samkeppnisskilyrði innan þessa nýja flokks" sagði Bernard Niclot, tæknistjóri FIA.

ORECA_Plaquette_R4_EN