Kvartmíluklúbburinn tekur nú á móti skráningum í 2. umferð Íslandsmóts í Kvartmílu

27.5.2021

Kvartmíluklúbburinn heldur 2. umferð Íslandsmóts í kvartmílu 2021 á kvartmílubraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 12. júní 2021.

Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppninnar.

http://skraning.akis.is/keppni/279

Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppninnar:

Bílar
Bracket (BR)
Standard street (SS)
Street (ST)
True street (TS)
Heavy street (HS)
Limited street (LS)
Door Slammer (DS)
Opinn flokkur (OF)

Mótorhjól
Götuhjól undir 700cc (G-)
Götuhjól yfir 700cc (G+)
Breytt götuhjól (B)
Opinn flokkur (O)

Ekki er ræst í riðlum í þessari keppni.

Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.

Veittir verða verðlaunagripir fyrir 1. og 2. sæti í öllum flokkum skv. lokaúrslitum.