GoKart: Úrslit úr fyrstu umferð Íslandsmótsins

29.5.2016

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Gokart fór fram laugardaginn 28.maí síðastliðinn í ágætisveðri á akstursíþróttasvæði AÍH í Kapelluhrauni.

Mótið, sem er á vegum Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS), fór fram í umsjá Gokartdeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Tímataka hófst klukkan 12:00 og þar náði Gunnlaugur Jónasson besta tíma, 42,321 sek, á eftir honum röðuðu Ragnar Skúlason og Hafsteinn Örn Eyþórsson sér í næstu tvö sæti.

Keppnin hófst svo 12:30.

Ragnar Skúlason sigraði fyrsta heat sem gaf honum 10 stig og einnig ráspól í næsta heat, á eftir honum komu Gunnlaugur í öðru sæti og Birkir Fannar í því þriðja.

Í öðru heat sigraði Ragnar, á eftir honum röðuðu Gunnlaugur og Hafsteinn sér í annað og þriðja sæti.

Ragnar var því í góðri stöðu fyrir síðasta heat, en lendir í því að slíta bensíninngjafarbarka og datt því niður í sjötta sæti, Gunnlaugur náði fyrsta sæti,

Hafsteinn öðru og Birkir var svo í því þriðja.

Staðan í Íslandsmótinu má sjá hér.

Meðfylgjandi eru svo niðurstöður úr hverju heat fyrir sig með öllum keppendum, og myndir frá deginum.

20160528_135312 20160528_135837_008_01 20160528_142105

Fyrsta umferð - Íslandsmót Gokart 28 maí

Fyrir hönd Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar

Arnar Már Pálmarsson Varaformaður