Fyrsta álfukeppni FIA í drifti tilkynnt

23.6.2017

Tókýó hefur verið valin til að halda fyrstu álfukeppni FIA í drifti 2017.

Driftið á upphaf sitt í Japanska fjallaskarðinu (Touge) á níunda áratugnum og nú er það að fanga hug og hjörtu ungs fólks um allan heim. Árið 2017 tilkynnti FIA alþjóðlegar reglur um drift og 21. júní 2017, á fimmtu FIA Sport ráðstefnunni í Genf, tilkynnti FIA um fyrstu alþjóðlegu álfukeppni FIA í drifti, “FIA Intercontinental Drifting Cup”, sem haldin verður  30. september - 1. október í Daiba sem er vinsælt verslunar- og skemmtihverfi í Tókýó, Japan.

FIA opnaði útboðsferlið til að finna aðalumsjónaraðila fyrir Intercontinental Drifting Cup í júlí 2016. FIA byggði valið á forsendum um skuldbindingu um viðburðinn, keppnisstjórnun og framtíðarþróun íþróttarinnar og tilnefndi SUNPROS sem aðalumsjónaraðila. SUNPROS hefur haldið D1 Grand Prix frá árinu 2001 og er fyrirtækið visst um að driftmenningin sem byrjaði í Japan breiðist betur um heiminn með FIA Intercontinental Drifting Cup.

Forseti FIA, Jean Todt, sagði: "Þetta er upphafið að mjög mikilvægri grein fyrir FIA. Um leið og við höldum áfram að þróa akstursíþróttir um allan heim, hefur drift mikla skírskotun til ungs fólks og hefur nú þegar ástríðufullan kjarna sem á bara eftir að vaxa. Með stofnun FIA Intercontinental Drifting Cup, erum við að setja upp ramma fyrir almenna umgjörð sem mun hjálpa íþróttinni að halda áfram að vaxa úr grasi með fleiri faglegum keppnum á heimsvísu. Við erum að leggja grunn að því sem ég er viss um að muni verða gríðarlega árangursrík grein akstursíþrótta"

Eftir að FIA útnefndi SUNPROS, sagði forseti SUNPROS, Isao Saita,: "Við erum stolt af því að geta haldið heimsmeistarakeppni í Japan með grein akstursíþróttar sem stofnuð var hér. Á sama tíma vil ég leggja mitt af mörkum til að auka veg driftkeppna um allan heim - þetta eru spennandi tímar fyrir þessa grein." Isao er einnig stofnandi D1 Grand Prix mótaraðarinnar í drifti.

Nánari upplýsingar um keppendur, fjölmiðla og áhorfendur verða gefnar út á síðar.

 

Upplýsingar um viðburðina:

Keppnisheiti: FIA Intercontinental Drifting Cup

Dagsetning: 30. september - 1. október 2017

Staður: Daiba, Tókýó

Upplýsingar: Fyrsta heimskeppnin í drifti

Ábyrgð: FIA

Verkefni: SUNPROS (D1 Grand Prix umsjónaraðili)

Opinbert merki:

Fjölmiðlatengill:

  • Kanae Fukushima
  • FIA Intercontinental Drifting Cup Media Officer
  • Press@fiadriftingcup.com

Styrktaraðili:

  • Tetsuro Otsuka
  • FIA Intercontinental Drifting Cup Marketing Officer
  • Partner@fiadriftingcup.com