Forvarnir

10.7.2014

Á FIA Sporting Conference Week í júní 2014 í Þýskalandi var fjallað um forvarnir og lögð áhersla á samstarf við lyfjaeftirlit hvers lands.

Innan ÍSÍ er starfandi lyfjaeftirlitsnefnd og hefur AKÍS hafið samstarf við nefndina um að taka stikkprufur í sumar á keppnum.

Keppnishaldarar, keppendur eða aðstoðarmenn geta því átt von á slíkri heimsókn í sumar.

Neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna á aldrei samleið með iðkun íþrótta og er það sameiginlegt markmið AKÍS, ÍSÍ og FIA að stemma stigu við því svo sem hægt er.