Konur í akstursíþróttum / WiM

Konurnar bak við myndavélarnar, Guðný Guðmarsdóttir

Ein þeirra kvenna sem undanfarin ár hefur mundað myndavélar í kringum akstursíþróttir er Guðný Guðmarsdóttir í Borgarnesi. Hún fór fyrst að vinna kringum rallýkeppnir árið 2009 norður í Skagafirði og á árunum sem liðin eru síðan, hefur hún mikið komið að keppnishaldi í rallý sem tímavörður, undanfari og keppnisstjóri. Einnig hefur hún nokkrum sinnum tekið […]

Lesa meira...

Konurnar bak við myndavélarnar, Brynja Rut Borgarsdóttir

Næsta kona bak við myndavélina heitir Brynja Rut Borgarsdóttir og er 25 ára Hornafjarðarmær. Er henni lýst sem frekar opinni, kátri og hressri stelpu sem óvart ruglaðist inn í torfæruna í gegnum „Team Snáðinn” sem einnig kemur frá Hornafirði. Var það í kringum 2012 en Brynju fannst alltaf eitthvað vanta í þátttöku sína þannig að […]

Lesa meira...

Konurnar bak við myndavélarnar, Guðbjörg Ólafsdóttir

Hlutverk kvenna tengdum akstursíþróttum eru margvísleg. Þátttaka kvenna í keppnishaldi hefur vaxið auk þess sem sífellt fleiri konur keppa í hinum ýmsu greinum, nú síðast í torfærunni. Eitt af þeim sviðum sem konur taka virkan þátt í er umfjöllun akstursíþótta, greinaskrif og myndatökur. Aksturíþróttasamband Íslands hefur í ár úthlutað sérstökum myndatökuleyfum tendum þeim akstursíþróttum sem […]

Lesa meira...

Systurnar Helga Katrín og Elva lifa og hrærast í torfærunni!

Síðasta umferð íslandsmótsins í torfæru verður haldin næstkomandi sunnudag. Það er Torfæruklúbbur Suðurlands (TKS) sem stendur að keppninni sem fer fram í gryfjum við Fellsenda í Akrafjalli, við Akranes. Margar hendur koma að undirbúningi slíkrar keppni en athygli vekur að TKS er eina aðildarfélag Akstursambands Íslands með konu í formennsku, Helgu Katrínu Stefánsdóttur. Helga Katrín er torfæruáhugamönnum […]

Lesa meira...

Íslandsmeistarinn Ásta er flott fyrirmynd!

  Ásta Sigurðardóttir er íslandsmeistari, margir kalla hana „Drottningu akstursíþróttanna”. Íþróttin sem hún stundar svo meistaralega tekur ekkert tillit til kynferðis keppenda. Ásta hefur því hvorki forskot né líður hún fyrir að vera kona í sinni íþrótt, hún er margfaldur meistari í rallakstri. Þar er keppt á jafnréttisgrundvelli, því annar grundvöllur er ekki til í […]

Lesa meira...

Bílanaustrallý 2017

Mikil spenna var fyrir fyrstu umferð í íslandmótinu í ralli, Bílanaustrallið sem haldið var um helgina. Nokkrir fyrrum íslandsmeistarar voru meðal þátttakenda en augu manna beindust ekki síst að þeim sjö konum sem skráðar voru til leiks. Þar af var ein áhöfn eingöngu skipuð konum, þeim Hönnu Rún Ragnarsdóttur og Huldu Kolbeinsdóttur, en kvenáhöfn hefur […]

Lesa meira...

Markmið „Women in Motorsport" á vegum FIA

  Fyrir þá sem ekki þekkja verkefnið „WOMEN IN MOTORSPORT" þá hefur FIA lengi unnið að því að auðvelda aðgengi kvenna að mótorsporti. Þrátt fyrir að konur taki þátt í næstum öllum greinum þess er markmið FIA ekki einungis að auka aðgengi og áhuga heldur einnig að skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Telur FIA að […]

Lesa meira...

Ástralíumeistarar í ralli 2016

  Blað var brotið í ástralskri rallýsögu á síðasta ári þegar Molly Taylor varð fyrst kvenna til að vinna ástralíumeistaratitilinn ásamt aðstoðarökumanni sínum Bill Hayes. Háðu þau harða baráttu allt fram á síðustu sérleið við þá Evans og Simons sem leitt höfðu mótið allt árið. Skildu einungis fimm stig áhafnirnar að fyrir síðustu keppni en […]

Lesa meira...

Kvenáhöfn í Bílanaustralli

    Í dag 2. júní hefst fyrsta umferð í íslandsmótinu í rallý, Bílanaust rally sem haldið er af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Eru alls 21 áhöfn skráð til leik en óvenju hátt hlutfall kvenna er meðal þátttakenda að þessu sinni eða 7 konur. Flestar þeirra sitja hægra megin í bílnum í hlutverki aðstoðarökumanns en ein kvenáhöfn […]

Lesa meira...

Konur í akstursíþróttum, verkefni AKÍS

Verkefni AKÍS á vegum FIA varðandi aukinn hlut kvenna í akstursíþróttum er nú komið í gang. Skipað hefur verið í starfshópa en einn hópur mun í sumar hafa umsjón með skrifum og umfjöllun um þátttöku kvenna í mótorsporti. Einnig mun hópurinn sjá um söfnun efnis, birtingu greina, mynda og fleira á vefsíðu AKÍS, í fjölmiðlum […]

Lesa meira...