Breytingar á keppnisreglum í Rallycross 2021

4.6.2021

Birtar hafa verið uppfærðar keppnisreglur í Rallycross fyrir árið 2021

Eftirfarandi eru breytingar sem verða á keppnisreglum

  • Úr grein 1.1.2 falli orðin „Keppnisreglum FIA“ á brott, greinin verði svohljóðandi eftir breytingu:1.1.2 Keppnir eru haldnar samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), þessum keppnisgreinarreglum og sérreglum hverrar keppni.

    Við grein 3.2.5 bætist nýr liður:
    3.2.5.b  Keppnishaldara er heimilt að setja sérstök takmörk á fjölda aðstoðarmanna með sérreglum ef ytri aðstæður krefjast þess, að fengju samþykki keppnisráðs í rallycrossi.

    Við grein 5 bætist ný grein og undirgreinar:

    Grein 5.5  ÖRYGGISFULLTRÚI
    5.5.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum,  keppendum eða tengdum aðilum í hættu.
    5.5.2 Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því.
    5.5.3 Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu til AKÍS um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.
    5.5.4 Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild á að óhappi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.
    5.5.4.a Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.

 

Sjá má keppnisreglurnar hér.

Rallycross