Bikarmót RCA í Rallycross

20.9.2014

Eftir spennandi og skemmtilegan fyrri dag Bikarmóts RCA í Rallycross á Akstursíþróttarsvæði AÍH er keppni jöfn og í 2000 flokk kemur mest á óvart að Ragnar B. Gröndal sem ekur Toyota Corolla hefur tekið forystuna en eftir daginn hefur hann 72.stig af 80.mögulegum en keppni er jöfn og hörð þar sem Jón V. Gestsson fylgir fast á eftir með 71.stig en í þriðja er Skúli Pétursson með 61.stig. Ragnar kom inn sem nýliði í Rallycross í sumar og verður að segja að árangur hans í dag er vel eftirtektarverður.

bikarmót2014

Baráttan í hinum þremur flokkum er ekki síðri en í 4WD krónuflokk leiðir Alexander M. Steinarsson með 73.stig. Í Opnum flokk standa þeir Steinar N. Kjartansson og Valur F. Hansson jafnir að stigum með 70.stig en hann Steinar ekur gríðalega öflugum Mitsubishi bíl sem er um 500.hestöfl.
Í Unglingaflokk hefur Yngvi R. Högnason öll völd en með glæsilegum akstri í dag hefur Yngvi fullt hús stiga. Yngvi sem kennir sér smá meins vegna lungnabólgu sagðist ekki vilja missa af þessari keppni þó læknirinn hans leggðist gegn því.

Úrslit keppninar munu ráðast seinnipart sunnudags en keppni hefst kl.13:00 og verður spennandi að sjá hvort þeir sem vermi fyrstu sætin nái að verjast keppinautum sínum.