Æfingar og keppnishald AKÍS á næstunni

16.4.2020

Keppnistímabil akstursíþrótta var ætlað að hæfist laugardaginn 2. maí 2020.  Vegna takmarkana á samkomum og keppnisbanni yfirvalda þá hefur AKÍS ákveðið að fresta öllu keppnishaldi til fyrstu helgar í júni eða 5. júni 2020.

Frá og með 4. maí 2020 er skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með þeim takmörkunum þó að ekki séu fleiri en 50 einstaklingar í hóp og að það skuli haldin 2m fjarlægð, einkum hjá eldri börnum.

Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra, en með þeim takmörkum að ekki mega fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman og að haldið sé 2m fjarlægð.

Þó svo að stefnt sé að keppnishald hefjist þann 5. júni 2020, þá fer það eftir ákvörðunum yfirvalda hvort það er hægt eða ekki.

Stjórn AKÍS hefur sett fram spurningar til yfirvalda um frekari skýringar á því sem akstursíþróttafólk má eða má ekki gera.  Um leið og koma svör við þeim spurningum þá mun það tilkynnt.